Um Klúbbinn

Lionsklúbbur Patreksfjarðar var stofnaður þann 19. febrúar 1962. Félagarnir eru 46 og 4 hvolpar.

Á meðal verkefna sem klúbburinn tekur sér fyrir hendur er að manna sýningar og sjá um Skjaldborgarbíó í samstarfi við Vesturbyggð. Við gerum við mannvirki og gefum til björgunarstarfa. Við styðjum við skólastarf á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi.

Okkar starf er gefandi og skemmtilegt. Við sinnum starfi okkar fyrir Lions af lífi og sál.