Nýjustu Fréttir

3. fundur vetrarins

  • 3. fundur vetrarins var haldinn laugardaginn 10. október sl. Við vorum með tvo gesti á fundinum, þá Pétur Kozuch og Stefán Árnason, umdæmisstjóra 109B en hann er frá Lionsklúbbnum Vitaðsgjafa úr Eyjafarðarsveit. Hann flutti okkur erindi um verkefni hans sem umdæmisstjóra sem m.a. er að kynna alþjóðaforsetan, Dr. Jitsuhiro Yamada, en hann mun koma til Íslands í lok október. Svo talaði hann um námskeið á vegum Lions sem ætluð væru til að efla félagsstarf í klúbbunum. Að loknu erindi Stefáns var haldinn töflufundur í tilefni af landsleik Íslands og Lettlands. Rennt var yfir líklegt byrjunarlið Íslands. Undir öðrum málum voru tveimur aðilum veittir styrkir, annarsvegar Björgunarbátasveit V-Barðastrandarsýslu  og hinsvegar Hilmi Frey Heimissyni afreksskákmanni.