Nýjustu Fréttir

3 nýjir félagar

  • Laugardaginn 26. september sl. voru teknir inn 3 nýjir félagar í Lionsklúbb Patreksfjarðar. Þeir eru, talið frá vinstri, Kristján Arason, Hlynur Freyr Halldórsson og Friðbjörn Steinar Ottósson. Formaður las yfir þeim helstu upplýsingar um Lions og var vel klappað fyrir þeim eftir að merkin voru hengd í þá. Eru þetta öflugir félagar.

    Eins og sjá má á myndinni var vel passað upp á fjarlægðir milli manna vegna ástandsins í þjóðfélaginu.