Nýjustu Fréttir

Má ég vera memm?

  • Við Lionsmenn fórum í Grunnskóla Vesturbyggðar á Patreksfirði og hittum þar krakkana í 1. – 4. bekk og afhentum skólanum kennslubókina Má ég vera memm? eftir Hörpu Lúthersdóttur en hún skrifaði bókina sem forvarnarverkefni í skólum. Harpa skrifa af reynslu því hún varð fyirir miklu einelti í grunnskóla. Viðstödd afhendinguna voru Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vesturbyggðar, Gústaf Gústafsson, aðstoðarskólastjóri og Rannveig Haraldsdóttir kennari og hefur hún umsjón með Olweusaráætluninni. Einnig voru kennarar 1. til 4. bekkjar viðstaddir. Lionsmenn vonast til að bókin gagnist vel til kennslu í skólanum en minnum á að við þurfum að byrja heima hjá okkur. Innrætum hjá okkur öllum að spyrja frekar: Viltu vera memm?